Mamma fór að hitta vinkonur sínar seinnipartinn í dag fram á kvöld, þannig að við feðgarnir vorum einir heima. Þetta gekk ágætlega hjá okkur. Ég var að leika mér með dótið mitt og við pabba minn fram að mat. Þá gaf pabbi mér rófugulrótarstöppu út í graut sem ég var ekkert sérstaklega hrifinn af. En hann gaf mér nú eplamauk í eftirrétt sem ég kunni mun betur við. Síðan fórum við útí búð að kaupa mjólk handa mér og pabbi fór með mig í Snuglinu og vel pakkaðann í góðann galla. Eftir smá leik fékk ég svo góðan mjólkursopa og var sko ekkert á því að sleppa pelanum. Pabbi ætlaði eitthvað að taka hann af mér eftir smá stund og láta mig ropa en ég hélt nú ekki. Ég ríghélt í pelann og hélt bara áfram að drekka, ætlaði sko ekki að missa mjólkina frá mér svo auðveldlega. Pabbi skildi alveg að ég væri æstur yfir mjólkinni og lét mig bara ropa þegar ég var tilbúinn til þess. Eftir sopann var ég orðinn svoldið þreyttur og pabbi setti mig í rúmið. Ég var nú ekki alveg til í það, en lét til leiðast. Vaknaði síðan við eitthvað smá bor hér í blokkinni( en ég hef ekki enn náð mér eftir að hafa vaknað við borlæti þegar ég var lítill) og þurfti að fá pabba nokkrum sinnum til að róa mig þangað til ég festi aftur svefn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli